Velkomin(n) á heimasíðu Sóma þjóðar

Næst á döfinni er vinnusmiðja í Þjóðleikhúsinu með leikverkið „Húsfélagið“.

SOL-rammi+titill-tix.is-1600x500.jpg


SOL

Davíð upplifir umhverfi sitt sem tvo aðskilda heima. Annars vegar raunheiminn þar sem hann býr einn í stúdíóíbúð sinni, hræddur við það sem er hinumegin við útidyrnar, og hinsvegar heim tölvuleikja og netsamskipta. Þar eru engin vandamál. Þar getur hann verið nákvæmlega sá sem hann vill vera. Þar getur hann líka verði með SOL.

Allir elska SOL. Allir girnast SOL. Allir vilja vera SOL. Það er skiljanlegt. Hún er sterkust, fljótust, fallegust og gáfuðust. Hún er almáttug og ódauðleg.

En er hægt að verða ástfanginn af manneskju sem maður veit nær ekkert um, hefur aldrei séð og hvað á hitt? Eru stafrænar tilfinningar raunverulegar, eða eru þær bara flóttaleið frá óútreiknanlegum raunveruleikanum?

Sagan af SOL byggir á raunverulegri ástarsögu úr samtímanum.

Verkið var frumsýnt 1. desember 2017.

SOL var tilnenfnd til þriggja Grímuverðlauna fyrir hljóð- og hreyfimynd og handrit ársins.

-----------------------

English:

David lives in two separate worlds. One is his physical reality, where he lives alone in his studio apartment, afraid of whatever lurks outside the front door. The other world is one of computer gaming and cyber communication. 
In the latter one there are no problems, no fear. There he can be whom he wants, how he wants. There he can be with SOL.

Everbody loves SOL. Everyone desires SOL. Everyone wants to be SOL. Which is very understandable since she is the strongest player, the quickest, most beautiful and most intelligent. She is almighty and immortal.

Is it actually possible to fall in love with an entity one knows so little about, has never met or even seen a photo of? Can digital feelings be perceived as real, or are they a mere escape from the unpredictability of reality?

SOL is based on a true story from contemporary Iceland. 

The piece received three nominations at the Icelandic theatre awards. Best soundscape, choreography and script.
 

-----------------------

Aðstandendur:
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Aðstoðarleikstjóri: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Leikarar: Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Hilmir Jensson og Kolbeinn Arnbjörnsson
Handrit: Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson
Hreyfihönnuður: Sigríður Soffía Níelsdóttir
Leikmynd, ljósahönnun og hljóðheimur: Tryggvi Gunnarsson, Hafliði Emil Barðason og Valdimar Jóhannsson
Ljósmyndir: Hörður Sveinsson
Kynningarefni: Magnús Hreggviðsson
Framkvæmdastýra: Heba Eir Kjeld

 

Sómi þjóðar