Punch

Punch var samstarfsverkefni skandinavíska leikhópsins Sticks & Stones og Sóma þjóðar. Sýningin var byggð á æva fornu leikbrúðusýningunni Punch and Judy, en þaðan eru frasar eins og „slap stick“ og „punch-line“ komnir. Verkið var stúdía á hrifningu okkar á sviðsettu ofbeldi og skemmtanagildi þess, og tilraunir voru gerðar á hvernig hægt er að skila ofbeldi á metafísískan hátt gegnum hið sjónræna og vitræna. 

Verkið var sýnt bæði á Íslandi (Reykjavík og Akureyri) og í Noregi veturinn 2013. 

Verk: Punch 
Höfundur: Sticks & Stones
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikarar: Piet Gitz-Johansen, Tryggvi Gunnarsson & Ingrid Rusten
Hljóðmynd: Tryggvi Gunnarsson & Lisa Hjalmarson
Búningar & leikmynd: Lisa Hjalmarson