SOL á RÚV

Næsta verkefni Sóma þjóðar er SOL í útvarpsleikhúsi RÚV

Hannes Óli Ágústsson og  Hilmir Jensson í hlutverkum sínum.

Hannes Óli Ágústsson og Hilmir Jensson í hlutverkum sínum.

Ég er vindurinn

Ég er vindurinn (Eg er vinden) er eftir eitt ástsælasta samtímaleikskáld Evrópu, Norðmanninn Jon Fosse. Verkið skrifaði hann árið 2007, og er það næst síðasta verk hans, en hann hefur gefið það í skyn að hann hafi nú snúið baki við leikritaskrifum.

Þrátt fyrir vinsældir Fosse hafa fá verk hans ratað á fjalirnar á Íslandi.

Árið 2012 setti Sómi þjóðar hinsvegar upp Ég er vindurinn í þýðingu Hilmirs Jenssonar, undir leikstjórn Ingibjargar Huldar Haraldsdóttir.  Verkið var sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum. Rýmið var skorið niður og stefnuleysi og örvænting karakteranna endurspeglaðist í stafn-laga leikmyndinni sem ásamt ljósheiminum setti leikurunum afar þröngar skorður er kom að túlkun textans.

Það voru þeir Hilmir Jensson og Hannes Óli Ágústsson sem  léku mann 1 og mann 2, en Fosse er meðal annars þekktur fyrir það að gefa karakterum sínum aldrei nöfn, aðeins (sam)félags stöðu.

Verk: Ég er vindurinn 
Höfundur: Jon Fosse
Þýðandi: Hilmir Jensson
Leikstjóri: Ingibjörg Huld Haraldsdóttir
Leikarar: Hilmir Jensson & Hannes Óli Ágústsson
Hljóðmynd: Vala Gestsdóttir
Búningar: Anna María Tómasdóttir
Sýningastjórn: Tryggvi Gunnarsson

Sómi þjóðar