Velkomin(n) á heimasíðu Sóma þjóðar

Næst á döfinni er vinnusmiðja í Þjóðleikhúsinu með leikverkið „Húsfélagið“.

About

pandapanda3.jpg
 
 

Láttu bara eins og ég sé ekki hérna

Ef við erum ekki pöndur, af hverju högum við okkur eins og pöndur?
 
Verkið Láttu bara eins og ég sé ekki hérna er grískur þátttökuharmleikur þar sem áhorfandinn lærir að þekkja sjálfan sig upp á nýtt. Við bjóðum áhorfendum að koma í leikhúsið og gangast undir persónuleikapróf þar sem hann er leiddur í gegnum stig sjálfsupplýsingar og þarf að horfast í augu við sína innri pöndu.
 
Verkið veltir því upp hvað það þýðir að vera manneskja á tímum stanslauss eftirlits og hvernig við sköpum sjálfsmynd okkar þegar einkalífið er orðið að eign stjórnvalda og stórfyrirtækja.
 

 
 

Sómi þjóðar