MP5

„Byssur drepa ekki fólk - Fávitar með byssur drepa fólk“

MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geimstöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðalyndum einstaklingum.

En þegar slys á sér stað um borð og MP5 hríðskotabyssa kemur uppúr neyðarkassanum vaknar spurningin hvort, og þá hvernig, best er að nota byssuna?

MP5 er íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnarssyni. Þar að auki sáu þeir um búninga og leikmynd sjálfir.

Grunnhugmynd verksins var að athuga hvort hægt væri að skapa sýningu frá grunni á 31 degi, og fjalla um pólitískt eða samfélagslegt málefni líðandi stundar. Getur leikhús verið spondant í umræðinni, eða er það einfaldlega og svifaseint?


Verkið var sýnt í Tjarnarbíó veturinn 2014-15 og er fyrsti hlutinn í þríleiknum um geimfarana Ísak og Vilhjálm.


 

****  - „Spennandi og bráðnauðsynegt innslag í íslenskt samtímaleikhús“ - Fréttablaðið

„...frábærir leikarar og frábært handrit...“ - Djöflaeyjan/RÚV

„Rífandi skemmtileg leiksýning...“ - TMM.is