Velkomin(n) á heimasíðu Sóma þjóðar

Næst á döfinni er vinnusmiðja í Þjóðleikhúsinu með leikverkið „Húsfélagið“.

Könnunarleiðangur til KOI

------------------------

„Hverjum vilt þú hleypa inn?“

Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið…

KOI er sprenghlægileg nálgun á flókið og erfitt viðfangsefni: viðbrögð okkar við flóttamannavandanum, eða öllu heldur viðbragðsleysi. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói vorið 2016, hlaut frábærar viðtökur og var meðal annars tilnefnt til Grímuverðlaunanna.

------------------------

Könnunarleiðangur til KOI er annar hluti í þríleiknum um spandex-geimfarana Ísak og Vilhjálm (fyrst kom MP5). Sem fyrr tókum meðlimir hópsins einungis 30 daga í að vinna sýninguna.

Að þessu sinni var flóttamannakrísan viðfangsefnið.

------------------------

Úr dómum um verkið:

„Það er óskandi að Sómi þjóðar lifi, dafni og haldi áfram að búa til gott leikhús.“
– Hjalti S. Kristjánsson, Morgunblaðið.

„Það er margt sem ber að lofa í þessari sýningu! […] Ég gekk afskaplega glöð út af Könnunarleiðangri til Koi. Þakka ykkur fyrir, Sómi þjóðar.“
– María Kristjánsdóttir, Víðsjá

„...húmor í forgrunni, hagkvæmar og bráðfyndnar sviðsmuna- og leiklausnir, fagmennska og leikgleði.“
- Dagný Kristjánsdóttir, Hugrás

„Sómi þjóðar er líka sómi íslensk leikhúss og þeir eru yndi að horfa á og fylgjast með, þeir Tryggvi og Hilmir.“
- Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is

------------------------

Listrænir stjórnendur, handrits- og leikmyndahöfundar, leikstjórar og leikarar: Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson.

Sómi þjóðar