Velkomin(n) á heimasíðu Sóma þjóðar

Næst á döfinni er vinnusmiðja í Þjóðleikhúsinu með leikverkið „Húsfélagið“.

Hilmir Jensson og Bjartur Guðmundsson glíma í hlutverkum sínum.

Hilmir Jensson og Bjartur Guðmundsson glíma í hlutverkum sínum.

Gálma

Gálma var frumsýnd í Norðurpólnum sáluga árið 2011. Þetta fyrsta verk Sóma þjóðar fjallaði um sveitarómantík sem blómstraði í kjölfar hrunsins, þjóðernisrembu og þörfina fyrir heiðarleika og að allar sögur yrðu sagðar opinskátt. Sögusviðið var tíma- og rýmislaus samkomustaður hinnar blómlegu íslensku æsku, og utanaðkomandi óþægilegs sannleika.

Leikhópurinn lagðist yfir þjóðsögur Jóns Árnasonar og gamlar galdrabækur til að finna töfrana sem losað gætu okkur undan firringunni sem í gangi var, og er enn, í samfélaginu og var útkoman glíma þess gamla og nýja, sannleikans og sögunnar, hvítra lyga og rógburðar.

Verkið var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2012.

 

Verk: Gálma
Höfundur: Tryggvi Gunnarsson
Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson
Leikarar: Hilmir Jensson, Bjartur Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir & Tryggvi Gunnarsson.
Hljóðmynd/leikmynd/ljós: Tryggvi Gunnarsson
Búningar: Anna María Tómasdóttir
Sýningastjórn: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Sómi þjóðar