Velkomin(n) á heimasíðu Sóma þjóðar

Næst á döfinni er vinnusmiðja í Þjóðleikhúsinu með leikverkið „Húsfélagið“.

Björninn / the bear

Sómi þjóðar hætti sér á nýjar slóðir í lágmenningaróperunni The Bear, eftir William Walton. 

Óperan var frumsýnd í ágúst 2015 á Cycle Music Festival í Kópavogi. Sýnt var á Players í Kópavogi, Dúfnahólum 10 í Reykjavík og loks á Kolsstöðum í Hvítársíðu. 

Björninn var okkar tilrain til að koma óperunni úr fínu sölum Hörpu (sem okkur finnst yndislegir en að óperan þyrfti ekki að einskorða sig við hana), og út fyrir þægindarammann. Við gáfum henni undirtitilinn „lágmenningarópera“ til að undirstrika þetta. Við vildum fá skýran kontrast milli annars vegar fegurðar tónlistarinnar, og hinsvegar grófrar sviðsetningar. Notuð kynlífsleikföng, vafasamir sýningastaðir og umdeildir dómar stuðluðu öll að því að gera Björninn að afar eftirminnilegu ferli. 

Óperan var vægast sagt umdeild og kepptust áhorfendur við að dásama hana, meðan gagnrýnendur af gamla skólanum rifu hana í sig. Það var alltaf markmiðið og erum við afar stolt af árangrinum. 

Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson.
Söngvarar: Guja Sandholt, Hugi Jónsson og Pétur Oddbergur Heimisson.
Tónlistarstjóri: Matthildur Anna Gísladóttir.

Sómi þjóðar